Kynveran Embla

16:57

699kr.

Category: Tag:

Description

Ok ef hlaðvarpið Klikkaðar kynlífssögur hafa farið framhjá þér þá hefur þú misst af miklu!

Embla er önnur þáttarstýranna í því geggjaða hlaðvarpi og hér skiptir hún um hlutverk og er ekki spyrill heldur svarandi!

Hér situr hún fyrir svörum í heita bleika sæti kynverunnar.

Hún er svo yndislega hreinskilin og framhleypin og leyfir sér að stíga inn í kynveruna sína af fullum krafti, hversu skemmtilegt! Og hún lumar á krassandi kynlífssögu – nema hvað!

Embla svarar hér spurningum líkt og:

  • Hvað er kynlíf?
  • Hvernig lýsirðu fullnægingu?
  • Hvernig lýsirðu ástinni?
  • En ástarsorg?

Æ þetta er svona gott í hjarta og sál, spjall 🙂 Þú amk brosir útí annað – annað er ekki hægt!

Hey – hvernig væri ef ÞÚ svaraði þessum spurningum (þarft ekki að deila því, mátt eiga það alveg fyrir þig)

Og ef að þú ert í sambandi þá er um að gera að svara þessu saman!

Langar þig að vera í kynverunni og sitja fyrir svörum í bleika stólnum?

Sendu okkur línu – hallo @ betrakynlif.is