Ástartungumálið: Gjafir

05:23

499kr.

Description

Ástartungumálin hafa verið á vörum margra um nokkurra ára skeið núna (og fer ég betur í þau í myndbandinu um ástartungumálin) en hér er eitt af fimm tungumálunum tekið fyrir; gjafir.

Langar þig að komast að því hvert þitt ástartungumál er? Hér er prófið!

Ef ástartungumálið þitt eru gjafir þá er líklegt að þú hafir gaman af því að gefa öðrum gjafir og tjáir þannig ást þína á öðrum, í gegnum gjafirnar sem þú gefur. Þú leggur mikla vinnu í að velja gjafir og vilt að lögð sé vinna í gjöfina sem þér er gefin. Það skiptir þig máli að bæði gefa og þiggja gjafir en þær geta verið stórar og smáar en verða umfram allt að sýna að viðkomandi þekki þig og að gjöfin endurspegli það.

Það er gott, og jafnvel mikilvægt, að vita þetta um sig og makann því þetta getur nært ástina í sambandinu ykkar og passar að þið sem einstaklingar og sem par upplifið ykkur séð og elskuð. Og þetta á einnig við náin vinasambönd og önnur náin sambönd – það er alltaf gott að vita ástartungumál fólksins sem manni þykir vænt um.