ATH – HÉR AÐ NEÐAN ER LJÓSMYND AF PÍKU
ÞETTA ER EKKI EITTHVAÐ SEM ÞÚ ÆTTIR AÐ SKOÐA EF ÞÚ ERT Í ALMANNARÝMI TIL AÐ SÆRA EKKI BLYGÐUNARKENND VIÐSTADDRA.
Markmið verkefnisins er að auka sýnileika píkunnar, aflétta skömm, fræða, opna umræðuna og sýna fjölbreytileika píkunnar.
Listaverkið í myndinni hér að ofan er eftir Rögnu Bjarnadóttur
að því sögðu
gjörðu svo vel.
Smá um þessa píku:
„
Takk fyrir geggjað verkefni, ég skoða píkurnar á hvernum degi 🐒
Mér finnst samt skrítið að sjá engar píkur með áberandi innri barma eins og ég er með, kannski erum við feimnari með að taka myndir af okkar píkum. Mér fannst píkan mín lengi vel ekki flott, en í dag finnst mér hún bara djúsí og falleg, minnir mig á útsprungna rós. Píkur minna mig líka svolítið á gyðjur í síðum kjól með skikkjur og hendurnar út. Snípurinn höfuðið og svo barmarnir kjólinn með hendurnar út.
Ég elska píkuna mína, ég er stolt af henni og við erum miklar vinkonur. Hana langaði að fá að vera með í hinum mikla píkufögnuði. Þetta er fyrsta píkumynd sem ég sendi! Ég er 33 ára.
„