ATH – HÉR AÐ NEÐAN ER LJÓSMYND AF PÍKU
ÞETTA ER EKKI EITTHVAÐ SEM ÞÚ ÆTTIR AÐ SKOÐA EF ÞÚ ERT Í ALMANNARÝMI TIL AÐ SÆRA EKKI BLYGÐUNARKENND VIÐSTADDRA.
Markmið verkefnisins er að auka sýnileika píkunnar, aflétta skömm, fræða, opna umræðuna og sýna fjölbreytileika píkunnar.
Listaverkið í myndinni hér að ofan er eftir Rögnu Bjarnadóttur
að því sögðu
gjörðu svo vel.
Smá um þessa píku:
„
Píkan mín er mitt lífsins undur og órjúfanlegur partur af mér. Þarna er hún eftir að hafa notið ástaratlota, tungukossa, titrara og alvöru ríðingar. Ég elska hana og finnst hún falleg og góð og algjört hörkutól. Hún er mín unaðskista og kemur mér enn á óvart eftir öll þessi ár. Ég er 38 ára.
„