ATH – HÉR AÐ NEÐAN ER LJÓSMYND AF PÍKU
ÞETTA ER EKKI EITTHVAÐ SEM ÞÚ ÆTTIR AÐ SKOÐA EF ÞÚ ERT Í ALMANNARÝMI TIL AÐ SÆRA EKKI BLYGÐUNARKENND VIÐSTADDRA.
Markmið verkefnisins er að auka sýnileika píkunnar, aflétta skömm, fræða, opna umræðuna og sýna fjölbreytileika píkunnar.
Listaverkið í myndinni hér að ofan er eftir Rögnu Bjarnadóttur
að því sögðu
gjörðu svo vel.
Smá um þessa píku:
„
Ég er 29. ára, einstæð og tveggja barna móðir. Ég hef aldrei verið jafn stolt af minni píku og orðin sátt við alla mína “ókosti”. Ég var hinsvegar lengi vel ósátt og skammaðist mín fyrir misstóra barma, mismunandi húðliti, ofrakstur þar sem ég hélt að enginn karlmaður vildi sjá hár á þessu svæði, mikla útferð og hjálpaði ekki að fá útstæða gyllinæð í kringum rassaopið eftir meðgöngur. Ég elska mína píku enda er hún einstök, öðruvísi og falleg.
Hér er hún með píkuhár, inngróin hár, mislangir barmar, bólur vegna ertings eftir vax, rassahár og nefndu það. Ég vildi að ég hafi fengið að sjá svipaðar myndir á yngri aldri því þá hefði ég verið stoltari af minni píku frá byrjun.
Gangi þér sjúklega vel með verkefnið og þú ert algjör fyrirmynd!
„