ATH – HÉR AÐ NEÐAN ER LJÓSMYND AF PÍKU
ÞETTA ER EKKI EITTHVAÐ SEM ÞÚ ÆTTIR AÐ SKOÐA EF ÞÚ ERT Í ALMANNARÝMI TIL AÐ SÆRA EKKI BLYGÐUNARKENND VIÐSTADDRA.
Markmið verkefnisins er að auka sýnileika píkunnar, aflétta skömm, fræða, opna umræðuna og sýna fjölbreytileika píkunnar.
Listaverkið í myndinni hér að ofan er eftir Rögnu Bjarnadóttur
að því sögðu
gjörðu svo vel.
Smá um þessa píku:
„
Mig langaði að vera með í verkefninu af því að mér fannst það áhugavert og hollt framlag til samfélagsins okkar.
Ég og píkan pín höfum gengið í gegnum ýmislegt saman á þessum 47 árum. Við erum enn þá að kynnast en undanfarið hefur hún öðlast nýjan kraft og orku. Svo sterk er þessi orka að mig langar að segja að við réttar aðstæður sé hún með ofurkraft sem getur verndað mig og eflt mig í allskonar aðstæðum sem lífið færir manni.
Ég hlakka til ferðalagsins með henni áfram og að kynnast henni enn betur í framtíðinni.
“