ATH – HÉR AÐ NEÐAN ER LJÓSMYND AF PÍKU
ÞETTA ER EKKI EITTHVAÐ SEM ÞÚ ÆTTIR AÐ SKOÐA EF ÞÚ ERT Í ALMANNARÝMI TIL AÐ SÆRA EKKI BLYGÐUNARKENND VIÐSTADDRA.
Markmið verkefnisins er að auka sýnileika píkunnar, aflétta skömm, fræða, opna umræðuna og sýna fjölbreytileika píkunnar.
Listaverkið í myndinni hér að ofan er eftir Rögnu Bjarnadóttur
að því sögðu
gjörðu svo vel.
Smá um þessa píku:
„
Ég er 35 ára og sá fréttaumfjöllunina um píkumyndaleitina þína. Mig langar að taka þátt í verkefninu með myndini minni því ég hélt lengi vel að píkan mín væri eitthvað rosa afbrigðileg með þessa stóru barma og leið illa yfir því sem unglingur. Þær litu aldrei út eins og mín í skólabókunum eða á nektarmyndunum í tímaritunum sem maður komst yfir. Hef eiginlega bara tekið hana í sátt nýlega, meðal annars eftir að hafa séð fjölbreyttari píkur í fræðsluefni eins og þínu! Mjög gott og þarft framtak.
„