Alma talar um Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum

48:53

699kr.

Lýsing

Alma Ómarsdóttir fréttakona gerði myndina Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum árið 2015 um ástandsstúlkurnar og framkomu stjórnvalda, barnaverndar og almennings við þær í kjölfar seinni heimsstyrjaldarinnar þegar Ísland var hernuminn þjóð.

Við mælum með því að horfa á heimildarmyndina fyrst og svo þetta viðtal.

Við Alma hittumst á Hótel Borg og fórum í gegnum tilurð myndarinnar og svo eftirmála.

Af hverju er þessi mynd ekki kennd í skólum landsins?

Af hverju hefur þessi saga gleymst?

Af hverju var þetta vinnuhæli ekki rannsakað þegar öll hin voru skoðuð?

Af hverju hafa þær aldrei verið beðnar afsökunar eða boðnar sanngirnisbætur?

Við treystum því að þessa þekking kveiki eld í ykkur til að ræða þetta mál sem víðast og þau orð valdi bylgjum sem svo setja pressu á Alþingi en forsætisráðherra vor, Katrín Jakobsdóttir, vinnur að frumvarpi til að fá einmitt einhvers konar réttlæti fram.