Description
Cindy Gallop er kona með stóra hugsjón og hún lætur ekkert og engan stöðva sig.
Til að glöggva sig aðeins á því hver hún er er nauðsynlegt að horfa á TED fyrirlesturinn hennar – hann er keppnis! En eins og hún segir sjálf, hún er svo fyrsta til að segja brund á TED fyrirlestri og nánar tiltekið, brund á andlit í TED fyrirlestri.
Hún vildi breyta klámheiminum og hún gerði það með því að búa til vefsvæði þar sem pör og einstaklingar geta sent inn sitt eigið heimagerða klám. Já þú last það rétt!
Make love, not porn sýnir allskonar fólk stunda allskonar kynlíf. Og fólk getur rukkað sjálft það sem það vill fyrir efnið sitt og fær greitt fyrir það. Cindy og sérvalið starfsfólk hennar fer yfir öll myndböndin og samþykkja áður en þau fara í birtingu.
Allt sem þú hélst að þú vissir um klám og klámheiminn er mögulega ekki rétt, mögulega er fólk að reyna koma með mótsvar og mögulega er þetta það svar!
En Cindy hefur glímt við fjölmargar áskoranir á þessari vegferð því klám er allt sett í sama flokkinn og enginn greinarmunur gerður á fjöldaframleiddu efni og þessu.
En horfðu bara á viðtalið, hún er svakaleg þessi kona og penthouse íbúðin hennar í New York (já ég heimsótti hana þangað! Það eru engin takmörk fyrir því hversu langt ég er tilbúin að fara fyrir gott viðtal sko!) er sturluð!
ATH – viðtalið er ótextað á ensku.