Hvað er ást?

06:55

699kr.

Lýsing

Unnsteinn deilir með okkur sínum skilgreiningum á mörgum hliðum ástarinnar og kynlífs og upprætir mýtur um hið svokallaða „hommakynlíf“!

Þessar spurningar hljóma eins og auðveldar spurningar en þær eru raunverulega flóknar! Ég hvet þig eindregið til að prófa að ræða þetta í þínu sambandi, hvort sem það er rómantískt, kynferðislegt, platónskt eða bara blanda af allskonar.

Hvaða hugmyndir hefur þú um ástina og hvaðan koma þær hugmyndir?

Unnsteinn kemur inn á mikilvægi þess að tækla hugmyndir okkar um ástina. Þar hefur dægurmenningin auðvitað margt til að svara fyrir en þetta er mjög góð spurning fyrir alla elskendur að skoða, hvað er ást í þeirra huga og hvað einkennir gott samband.

Og af hverju er afbrýðisemi oft svona stór hluti af ástinni? Eða hugmyndinni okkar um ástina?

En hvað með ástarsorg?! Er kannski ekki hægt að lýsa ástarsorg? Af hverju fara sumir í lægð en aðrir hæð? En hver grípur þig? Grípa karlmenn hvorn annan? Í samkynhneigða heiminum er meira leyfi til að gráta og viðurkenndara að grípa hvern annan en spurðu þig eða karlmenn í kringum þig, hver grípur þá í ástarsorginni? Þetta er málefni sem við þurfum að kafa miklu dýpra ofan í.

En hvernig lýsirðu fullnægingu?