Description
Vá ég hef verið með svo ótal margar foreldramorgna í bókasöfnum og kirkjum víða um land (sem nær eingöngu mæður mæta á – það verður að segjast) þar sem farið er í saumana (tíhí) á kynlífi eftir fæðingu og barnsburð.
Og það er oft ansi heit kartafla! Eða kannski frekar þreytt kartafla.
Það er svo margt sem hefur áhrif á kynlífið en það að verða foreldri er ein stærsta breyting sem fullorðið fólk gengur í gegnum og einn stærsti álagspunktur í samböndum. Því, eðlilega kannski, getur það haft áhrif á sambandið!
Hér fer ég í gegnum algengustu áskoranirnar sem fólk í sambandi með nýfætt barn glímir við, og allt þetta hef ég heyrt margoft í gegnum árin frá mæðrum.
Ég hvet því ykkur foreldrana til að horfa á þetta myndband saman! Og að taka svo samtalið.
Ekkert verra að horfa á þetta myndband ef þú ert foreldri yfir höfuð – það er alltaf áskorun og álag að sinna börnum.