Kynlífshandrit kvenna

12:24

699kr.

Flokkar: , Merkimiðar: ,

Lýsing

Vertu sexí! Vertu í sexí nærfötum! Vertu hárlaus! Á réttum stöðum sko! Ekki vera á túr! Þrífðu þig! Ilmaðu vel! Vertu máluð! Vertu fín! Vertu kvenleg! Ekki vera of agressív! Daðraðu en ekki of mikið! Taktu við drykk en ekki splæsa á aðra! Ekki eiga frumkvæði! Horfðu bara smá! Ekki of mikið! Ekki vera drusla! Ekki hafa prófað neitt en vilja allt! Styndu hátt!

Þetta kynlífshandrit er svo glatað. Það er úrelt og það þjónar hvorki þér né bólfélaganum.

Hvaðan koma þessar hugmyndir?

Ef við reynum að synda á móti, ætlum að láta sem svo að þessar hugmyndir bíti ekki á okkur, hvernig synda þær samt í kringum okkur og móta samviskubit og skömm?

Nei – nú berum við kennsl á þessar kynjuðu hugmyndir svo við getum breytt og bætt og hannað okkar eigin handrit!