Lýsing
Já ég veit ég veit.
Þú talar alltaf um kynhvöt og að fólk fæðist með mismikla kynhvöt. Þetta sé því fasti og að fólk sé annað hvort með mikla eða litla.
Hvað ef ég myndi segja þér að það er í raun ekki til hvöt… heldur bara löngun?
Þannig að við höfum mismikla kynlöngun, eftir staði og stund til dæmi, og margir þættir hafa áhrif á löngunina okkar. Þannig getum við gert eitthvað í því ef við viljum skoða kynlöngun okkar, annað hvort að auka hana eða jafnvel minnka, við erum ekki þrælar og þjónar kynhvata okkar, síður en svo. Þannig að nú getur samtalið hafst um ósamræmi í kynlöngun sem er eitt algengasta þrætuepli ástarsambanda þegar kemur að kynlífi.
Hvernig hljómar það?
Það hefur mikið verið skrifað um kynhvötin sem drifkraft t.d. ástarsambanda en við vitum að það er alls ekki svo og miklu stærri þættir sem spila þar rullu líkt og tilfinninga tenging og nánd.
Kynlöngun getur vissulega verið hvati en hún er ekki hvöt.
Eigum við ekki bara að skoða þetta betur saman?