Lýsing
Ég var svo lánsöm að fá að spjalla við Sólrúnu Ósk Lárusdóttur sálfræðing um líkamsvirðingu.
Það voru þó nokkur AHA augnablikin í þessu samtali!
Eins og hversu mikilvægt það er að tala ekki um “body positivity” og það að þurfa elska líkamann heldur kannski frekar “body neutrality” þar sem má þakka fyrir líkamann og hans getu en líka líða allskonar með líkama sinn.
Og við töluðum um hversu óþægilegt fólk finnst að nota orðið feit manneskja – það var mjöööög áhugaverð pæling.
Og bara allt!
Ég hlakka til að heyra hvernig þér þótti þetta spjall – því ég held að þetta séu pælingar sem þurfa að dreifast sem víðast og sé samtal sem við þurfum að fara eiga í flestum okkar samböndum!