Lýsing
Íris Stefanía er sviðslistakona og kynvera mikil sem skapar list út frá kjarna kynverunnar.
Hún segir okkur hér frá lokaverkefni sínu úr meistarnámi í sviðlist frá LHÍ. Hún safnaði sjálfsfróunarsögum frá konum, tók þær saman í bók og bjó svo til söguhring þar sem konur koma saman og deila með hvor annarri reynslu sinni af sjálfsfróun, unaði, píkunni og sér sem kynverum.
Þetta er svo gott dæmi um það hvernig listin getur farið á staði þar sem akademían kemst ekki og því er svo fallegt að sameina þetta því þá lærum við svo margt nýtt, á nýjan hátt.
Íris Stefnía berskjaldar sig sem kynveru og listakonu og býður þér með í smá ferðalag með sér, að fagna því að vera kynvera og leyfa sér að njóta sjálfsunaðar.
Ég gæti talað við hana útí hið óendanlega því mér finnst hún ekkert nema fróðleikstré og svo mikil fyrirmynd fyrir frelsi sem við megum leyfa okkur að finna innra með okkur!