Spurt & svarað: Breytist kynlíf með árunum?

05:57

699kr.

Flokkur:

Lýsing

Mig langar að vinna meira og dýpra með þessa pælingu en hér stiklum við á stóru um hvaða áskoranir geta mætt fólki með aldrinum.

Ég hef farið í þó nokkra eldri borgara hittinga þar sem tæpitungulaust er talað um kynlíf (og við Ahd gerðum sér þátt um það fyrir Allskonar kynlíf 2) og það er svo dýrmætt því það geta verið alls konar aðrar hindranir sem fólk glímir við en oftar en ekki er það samtalsleysið! Eins og reyndar hjá flestu fólki á öllum aldri.

Líkaminn breytist og það má aðlaga sig að því. Leggöng þurfa auka smurningu, það þarf að passa upp á viðkvæma liði, typpið nær jafnvel ekki góðri reisn og á erfitt með að fá fullnægingu og þar frameftir götunum. Það er samt alltaf hægt að njóta kynlífs. Til dauðadags sé áhugi fyrir því.

Þess vegna er svo gaman að opna þetta samtal til að kíkja aðeins dýpra ofan í það og sýna að þú ert kynvera allt þitt líf og getur og mátt alltaf njóta þín sem slík!

Hvað vilt þú vita meira um kynlíf á efri árum?