ATH – HÉR AÐ NEÐAN ER LJÓSMYND AF TYPPI
ÞETTA ER EKKI EITTHVAÐ SEM ÞÚ ÆTTIR AÐ SKOÐA EF ÞÚ ERT Í ALMANNARÝMI TIL AÐ SÆRA EKKI BLYGÐUNARKENND VIÐSTADDRA.
Markmið verkefnisins er að auka sýnileika typpisins, aflétta skömm, fræða, opna umræðuna og sýna fjölbreytileika typpanna.
Að því sögðu,
gjörðu svo vel.
HEY, eitt hérna, – Vissirðu að ég verð með uppistand í janúar & febrúar? Þú getur keypt miða hér.
Smá um þetta typpi:
„
Mig langaði að segja mína sögu, hvar ég var og hvar ég er núna. Ég er 39 ára gamall og hef á síðustu árum haft stormasamt samband við typpið mitt og mig sjálfan. En til að byrja með var ég mjög óánægður með líkama minn, fannst ég vera of mjór, ekki nægilega vöðva mikill og með lítið typpi. Það gerði það að verkum að ég missti ekki sveindóminn fyrr en eg var 27 ára gamall og var það eingöngu vegna minnar eigin feimni.
Þegar ég var 27 ára ákvað ég að taka mig á breytti lífstíl mínum. Ég byrjaði á því að fara á nektar strendur, fara í nektar klúbba í Þýskalandi, sánur og aðra staði þar sem ég gat verið nakin í kringum fólk af öllum kynjum. Þetta gerði það að verkum að ég jók sjálfsöryggi mitt til muna og það hjálpaði mér mikið að sjá líkama af öllum gerðum og stærðum og tókst að aðskilja nekt og kynlíf. Mer líður nú mjög vel i eigin líkama og hef náð að vinna upp tapaðan tíma og hef búið til fallega fjölskyldu sem leggur mikið upp úr sjálfsöryggi og heilbrigði.
Eg mæli með því að fólk stundi nekt hvort sem það sé inn veggja heimilisins, meðal vina eða á ströndum og klúbbum. Það byggir upp jákvæða sjálfsmynd.
“