ATH – HÉR AÐ NEÐAN ER LJÓSMYND AF TYPPI
ÞETTA ER EKKI EITTHVAÐ SEM ÞÚ ÆTTIR AÐ SKOÐA EF ÞÚ ERT Í ALMANNARÝMI TIL AÐ SÆRA EKKI BLYGÐUNARKENND VIÐSTADDRA.
Markmið verkefnisins er að auka sýnileika typpisins, aflétta skömm, fræða, opna umræðuna og sýna fjölbreytileika typpanna.
Að því sögðu,
gjörðu svo vel.
HEY, eitt hérna, – Vissirðu að ég verð með uppistand í febrúar? Þú getur keypt miða hér.

” Þetta typpi er á fertugsaldri. Lengi vel var ég óöruggur með typpið mitt, fannst það ljótt, bogið og stórgallað. Einnig hélt ég að engin kona myndi vilja þetta typpi enda eru þær allar með fullkomnar píkur… Hversu hissa varð ég þegar þær konur sem ég hef leyft að kynnast best geymda leyndarmálinu mínu fannst typpið mitt æðislegt! Í dag er ég þakklátur fyrir typpið mitt, er öruggur með það og finnst það fallegt. Ég vil því gjarnan deila því með ykkur, á sama hátt og allar þær sem deildu píkum sínum hér “
