ATH – HÉR AÐ NEÐAN ER LJÓSMYND AF TYPPI
ÞETTA ER EKKI EITTHVAÐ SEM ÞÚ ÆTTIR AÐ SKOÐA EF ÞÚ ERT Í ALMANNARÝMI TIL AÐ SÆRA EKKI BLYGÐUNARKENND VIÐSTADDRA.
Markmið verkefnisins er að auka sýnileika typpisins, aflétta skömm, fræða, opna umræðuna og sýna fjölbreytileika typpanna.
Að því sögðu,
gjörðu svo vel.
HEY, eitt hérna, – Vissirðu að ég verð með uppistand í febrúar? Þú getur keypt miða hér.
„
Ég er 51 árs. Ég sendi myndina vegna þess að margir tala um að það sé slæmt að vera með lítið typpi. Það getur líka verið slæmt að vera með of stórt typpi. Án þess að ég viti það fyrir víst reikna ég ekki með því að konum langi til að prófa mjög lítil typpi en mín reynsla er að þær margar hverjar vilja prófa mjög stórt typpi. Síðan ekkert meir. Það er ekki auðvelt að koma sér í samband með of stórt undir sér og það er miður.
Samband okkar typpsins er upp og ofan. Ég elska það því það er hluti af mér en stundum hata ég það þegar ég hitti konu sem mér líst á en typpið verður sambandinu að falli því það er of stórt.
“