Typpi dagsins – 30.janúar

ATH – HÉR AÐ NEÐAN ER LJÓSMYND AF TYPPI

ÞETTA ER EKKI EITTHVAÐ SEM ÞÚ ÆTTIR AÐ SKOÐA EF ÞÚ ERT Í ALMANNARÝMI TIL AÐ SÆRA EKKI BLYGÐUNARKENND VIÐSTADDRA.

Markmið verkefnisins er að auka sýnileika typpisins, aflétta skömm, fræða, opna umræðuna og sýna fjölbreytileika typpanna.

Að því sögðu,

gjörðu svo vel.

HEY, eitt hérna, – Vissirðu að ég verð með uppistand í febrúar? Þú getur keypt miða hér.

Vá hvað það var skrýtið að taka þessa mynd! Ég hef alveg tekið myndir áður í hita leiksins og sent út í kosmosið (að undangengnu leyfi, því ég er ekki durtur), en þetta er í fyrsta skipti sem ég er bara að taka mynd af typpinu á mér í slökun og ég kannast ekkert við það. Ég hef eiginlega aldrei pælt í því áður hvernig mér líkar við typpið, svo lengi sem bólfélagar hafi verið jákvæðir. So far, so good. En núna er ég að pæla mikið í hvað mér finnst. Kominn tími til, verandi 44 ára gamall.

Sem betur fer hef ég verið í mikilli sjálfsskoðun undanfarið ár. Ég hef verið á mikilli hraðferð allt mitt líf og keyrt ferilinn, fjölskyldu og sambönd á miklu skilningsleysi gagnvart því sem ég vil og frekar fókusað á það sem ég held að aðrir vilji. Ég hef verið að tína upp brotin af sjálfum mér og finna þeim nýjan og betri stað í sjálfsmyndinni. Það ferðalag er búið að vera mjög krefjandi og ég hef tekið gríðarlega mörg feilspor og hreinlega bara strögglað soldið mikið með þetta allt. En á réttri leið svona heilt yfir.

Ég ætla því að staldra við núna, njóta þess að horfa á þessa mynd og segja af fullum heilindum að ég og typpið mitt erum vinir. Ég hef ekkert út á það að setja, við höfum skemmt okkur gríðarlega vel, bæði í einrúmi og með öðrum. Eitt af fáum öngstrætum tilverunnar þar sem mér líður vel, fullur forvitni og lífsgleði og búinn að sleppa beislinu af flestum duttlungum ferkantaða fólksins.

Deila:

Facebook
Twitter
Pinterest

Aðrar færslur

Typpi dagsins – 16.febrúar

ATH – HÉR AÐ NEÐAN ER LJÓSMYND AF TYPPI ÞETTA ER EKKI EITTHVAÐ SEM ÞÚ ÆTTIR AÐ SKOÐA EF ÞÚ ERT Í ALMANNARÝMI TIL AÐ SÆRA

Typpi dagsins – 15.febrúar

ATH – HÉR AÐ NEÐAN ER LJÓSMYND AF TYPPI ÞETTA ER EKKI EITTHVAÐ SEM ÞÚ ÆTTIR AÐ SKOÐA EF ÞÚ ERT Í ALMANNARÝMI TIL AÐ SÆRA

Typpi dagsins – 14.febrúar

ATH – HÉR AÐ NEÐAN ER LJÓSMYND AF TYPPI ÞETTA ER EKKI EITTHVAÐ SEM ÞÚ ÆTTIR AÐ SKOÐA EF ÞÚ ERT Í ALMANNARÝMI TIL AÐ SÆRA

Typpi dagsins – 13.febrúar

ATH – HÉR AÐ NEÐAN ER LJÓSMYND AF TYPPI ÞETTA ER EKKI EITTHVAÐ SEM ÞÚ ÆTTIR AÐ SKOÐA EF ÞÚ ERT Í ALMANNARÝMI TIL AÐ SÆRA

Typpi dagsins – 12.febrúar

ATH – HÉR AÐ NEÐAN ER LJÓSMYND AF TYPPI ÞETTA ER EKKI EITTHVAÐ SEM ÞÚ ÆTTIR AÐ SKOÐA EF ÞÚ ERT Í ALMANNARÝMI TIL AÐ SÆRA

Your Cart

No Item Found
Subtotal 0kr.
Shipping 0kr.
Tax 0kr.
Total 0kr.
0

Ertu eldri en 18 ára?

Til þess að nota þessa síðu verður þú að vera 18 ára eða eldri.