ATH – HÉR AÐ NEÐAN ER LJÓSMYND AF TYPPI
ÞETTA ER EKKI EITTHVAÐ SEM ÞÚ ÆTTIR AÐ SKOÐA EF ÞÚ ERT Í ALMANNARÝMI TIL AÐ SÆRA EKKI BLYGÐUNARKENND VIÐSTADDRA.
Markmið verkefnisins er að auka sýnileika typpisins, aflétta skömm, fræða, opna umræðuna og sýna fjölbreytileika typpanna.
Að því sögðu,
gjörðu svo vel.
HEY, eitt hérna, – Vissirðu að ég verð með uppistand í febrúar? Þú getur keypt miða hér.
„
Ég er 60 ára og í dag í góðu sambandi við litla félagann. Á unga aldri háði mér eitthvað að mér fannst hann of lítill en með árunum hef ég lært að lengdin skiptir ekki öllu máli.
Gegnum árin hefur hann veitt mér óteljandi fullnægingar, bæði í samförum eða þegar ég fróaði mér sjálfur.
Mig langar að taka þátt til þess sýna að typpi geta verið allskonar. Mín typpamynd er enn eitt innleggið í þessa fjölbreytilegu flóru mynda. Einnig að sanna fyrir sjálfum mér að ég þori að sýna mynd af félaganum opinberlega, þó nafnlaust sé. Það hefði ég ómögulega getað á unga aldri.
“