Description
það er úrelt helvíti!
Svo ég leyfi mér að blóta!
Hvaðan heldur þú að frammistöðukvíði og stinningarvandi komi annars?!
Jú, meðal annars frá leiðinda hugmyndum um hvernig þú sem karlmaður átt að haga þér í kynlífi og hvernig þú átt að líta út. Þú átt að stjórna, vita og fullnægja. Þú átt að eiga frumkvæðið, þú átt að kunna á allt og alla, þú átt að vera alltaf til í tuskið.
Þetta er gamalt handrit sem þjónar hvorki þér né bólfélaganum þínum. Nú er mál að endurlæra og endurhanna kynlífið sitt og skrifa sitt eigið handrit!
Þá fyrst fer kynlíf að vera gott fyrir alla þá sem það stundar, vittu til!