Lýsing
Áhorfendur senda okkur gjarnan spurningar og spurningin að þessu sinni er nokkuð algeng þó mér finnist oft eins og þeir sem glíma við þetta vandamál haldi að þeir séu eini í heiminum og að allt sé glatað, til eilífðarnóns.
Svo er sko aldeilis ekki en við skulum skoða þetta aðeins.
Spurning:
„Smá ves á okkur hjónum. Maðurinn minn virðist vera hættur að fá fullnægingu þegar við stundum kynlíf, hefur ekki fengið fullnægingu núna síðustu 3 skipti i röð. Hefur alveg komið fyrir áður svona stöku sinnum en þa hefur hann verið þreyttur eða illa fyrir kallaður. Okkur vantar ráð til að brjótast í gegnum þetta því núna er þetta komið a sálina a honum sem er glatað.. vonandi áttu einhver ráð fyrir okkur því við erum lost!!!“