Lýsing
Þú upplifir enga greddu eða kannski ekki enga, en litla, eða allavega værir til í að upplifa meiri.
En stöldrum við – veistu muninn á greddu og losta? Kíktu endilega á það myndband áður en þú heldur lengra.
Þetta er svo algengt umræðuefni þegar kemur að kynlöngun, hversu mikil er of mikil og hversu lítil er of lítil og er þetta bara eins og með Gullbrá – ótrúlega erfitt að finna hvað er passlegt?
Skoðum aðeins hvað þetta er, það að langa í kynlíf og það að langa til að langa!