Áslaug kynlífsráðgjafi útskýrir framhjáhald

39:36

1.699kr.

Lýsing

Það var dýrmætur tíminn sem ég fékk með Áslaugu kynfræðingi og því kreisti ég eins mikinn fróðleik úr henni og mögulega var hægt!

Og eitt af því sem er mikilvægt að ræða því það er á margra vörum er framhjáhald!

Þú manst að við höfum fjallað aðeins um framhjáhald, getur séð það hér.

En þetta er stórt samtal sem auðvitað verður ekki afgreitt í einu spjalli þó hægt sé að kanna algengar mýtur og hugmyndir sem fólk hefur um framhjáhald og kanna sannleiksgildi þeirra og bara hvaða þættir spila inn í þegar fólk heldur framhjá.

Og Áslaug svarar loksins algengustu spurningu sem fullorðið fólk hefur um kynlíf – hversu oft á að gera það?!