Er kynlífið dautt?

07:01

699kr.

Lýsing

Kynlíf gerist ekki í tómarúmi, það gerist ekki allt í einu, púff, hér er löngun, hér kemur kynlíf!

Nema kannski bara í sjálfsfróun ef þú starfar heima hjá þér.

Þú þarft að bera þig eftir kynlífi og leggja rækt við það en gerirðu það?

Ég skal nefnilega segja þér eitt… greddan kemur ekki alltaf á undan kynlífi!

Það þarf að kveikja á greddunni! Gerirðu það? Geturðu það? Leyfirðu þér það?

Og hvað erum við að tala um þegar við tölum um kynlíf? Hvað þýðir það að kynlífið í sambandinu sé dautt? Er nánd? Er nekt? Eru atlot? Er koss?

Ekki dvelja í þögn kynlífsleysis.

Skoðið kynlífið ykkar af forvitni og heiðarleika.

Og setjið það í dagatalið! Já ég meina það! Ekki að „gera það“ heldur að nostra við kynlífið og nándina – sama hvernig það lítur út, í þínu sambandi!