Útsala!

Kortérið eftir kynlíf

09:19

99kr.

Lýsing

Það er alltof algengt að fólk klikki á þessu þegar kemur að kynlífi.

Mörg setjum við viðmið um „endalok“ kelerís við fullnæginguna. Það er, þegar fullnægingu er náð þá lýkur kynlífi. Mörg halda líka að kynlífsánægja sé metin út frá því hvort fullnæging átti sér stað eða ekki.

En þegar kafað er ofan í þetta mál þá kemur flóknari saga í ljós því að rannsóknir hafa bent á að tíminn EFTIR fullnægingu skiptir gríðarlegu máli fyrir kynlífsánægju! Jebbs – þó ekkert formlegt eða hefðbundið kynlíf eigi sér stað þá skiptir tíminn eftir á mjög miklu, ef ekki jafn miklu, máli og tíminn á meðan öllu stendur! (Þegar fólki einmitt hættir að standa, he he).

En pældu bara aðeins í því, ef þú hugsar um einstaklega ánægjulegan kynlífsleik, hvernig var stemmingin að leik loknum?

Mér finnst ósennilegt að þú rifjir upp leik þar sem stemmingin var súr eftir á…

En hvað skal gera þetta kortér – ekki nema von þú spyrjir!

Þessi tími er oft kallaður aftersex eða aftercare. BDSM heimurinn þekkir hann mjög vel. Gott að vökva sig, kýla upp blóðsykurinn með smá djús eða nammi, passa að verða ekki kalt og mögulega fá smá kúr, knús eða jafnvel þögn.

Hér erum við ólík, ekki bara innbyrðis heldur einnig á milli leikja. Svo tjáðu þig. Spurðu bólfélagann hvernig viðkomandi vill hafa kúrið eftir kynlíf og skoðaðu hvað hentar þér hverju sinni.

En í gvuðanna bænum, viltu samt gefa þér nokkrar mínútur í kúr, vatnssopa, þakklæti og hrós?