Land sjálfsástarinnar – viðtalið

44:01

1.699kr.

Description

„Rassatappinn getur dottið út, en það hefur sem betur fer ekki gerst.“

Katrín Inga Jónsdóttir Hjördísardóttir leiðir okkur í gegnum myndlistargjörninginn sinn sem er í senn myndlist, skúlptúrar, hljóðverk og gjörningur, allt í nafni sjálfsástarinnar. Hún er með múl í munninum, mundar svipu dýfðri í fjólubláa málningu og flengir strigann með skott úr rassinum og titrara inni í leggöngunum.

Við fáum að sjá verk í vinnslu, sérgjörningur fyrir okkur.

„Ég er að reyna heilaþvo áhorfendur í sjálfsást“

Sýningin heitir Land of Self love og hefur verið sýnd víða um Evrópu, meðal annars í Berlín.

Innblásturinn að sýningunni sækir Katrín Inga í upplifun sína af BDSM og nautninni og gleðinni sem þeim leik fylgir en einnig útfrá líkamanum og hvernig við skoðum hann og hvað við leyfum okkur.

„Við þurfum að læra að spyrja spurninga um vald til að skilja það“