ATH – HÉR AÐ NEÐAN ER LJÓSMYND AF TYPPI
ÞETTA ER EKKI EITTHVAÐ SEM ÞÚ ÆTTIR AÐ SKOÐA EF ÞÚ ERT Í ALMANNARÝMI TIL AÐ SÆRA EKKI BLYGÐUNARKENND VIÐSTADDRA.
Markmið verkefnisins er að auka sýnileika typpisins, aflétta skömm, fræða, opna umræðuna og sýna fjölbreytileika typpanna.
Að því sögðu,
gjörðu svo vel.
HEY, eitt hérna, – Vissirðu að ég verð með uppistand í febrúar? Þú getur keypt miða hér.
„
Mig langaði að leggja mitt typpi á vogarskálar þess vinna bug á skömm og röngum staðalmyndum typpana og fagna fjölbreytileikanum.
Ég á í mjög góðu sambandi við mitt typpi en það hefur alls ekki alltaf verið þannig. Ég komst mjög ungur að því að með typpinu gat ég upplifað ólýsanlega sælu en því fylgdi mikil skömm. Sælan hefur bara aukist með árunum en skömmin er ennþá til staðar þó umræðan síðustu ár hafi nær útrýmt henni. Þetta er bara svo rótgróið.
Lengi vel fann ég líka fyrir typpaskömm, fannst mitt lítið í samanburði við önnur í sundi og við slíkar aðstæður en það er liðin tíð. Bæði hef ég orðið sáttur við það, er stoltur af því í dag og stærðin meira til trafala en að það sé of lítið. Ég er 58 ára.
“