Description
Hér förum við í nokkur praktísk málefni þegar kemur að því að hefja samtalið um kynlíf í þínu sambandi.
Staðsetning og tímasetning skiptir máli en líka ásetningur og tilgangur samtalsins sem og orðin sem þú velur þér.
Hvað viltu tala um og af hverju?
Hvernig ætlarðu að gera það?
Við hvaða viðbrögðum býstu við?
Er einhver ótti þarna?
Hættan er auðvitað að maki hrökkvi í vörn því við förum í gagnrýnis-gírinn og notum „þú“ tungumál en skoðum þetta bara aðeins saman og notum þetta myndband sem ísbrjót og pepp inn í samtal sem öll þurfum við að geta átt, þó það geti verið óþægilegt!
Kannski ágætt að kíkja líka á myndbandið um heiðarleika og traust – fyrst þú ert á leið inn í þetta samtal 🙂
Svo má auðvitað alltaf koma í áskrift og fá aðgang að ÖLLUM myndböndunum og fá tvö ný vikulega!