Description
Sumir halda að ánægjulegt kynlíf byggist eingöngu á úthaldi, tíðni, fjölbreytileika og fullnægingum en ég er hér til að segja þér eitthvað alveg NÝTT…
Vissurðu að fimmtán mínúturnar eftir að kynlífi lýkur getur átt stóran þátt í því hversu vel og fullnægjandi þú metur kynlífið?!
Ó já – við erum að tala um koddahjalið!
Ekki rjúka úr rekkju og hendast í sturtu eða fara í símann eða rúlla þér yfir og sofna.
Tökum spjallið!
Og nei ekki um veðrið eða hvað hefði mátt fara betur.
Bara spjall í mýkt og kærleika.
Það er svo glatað að kynlífið eigi að skorðast við snertingu kynfæranna og að leikar séu alveg búnir þegar hætt er að pota og strokka. Það er búið að búa til tengingu og það má viðhalda henni, eins og að hnýta fallega slaufu á endan á löngu reipi.
Og þetta má gera alveg óháð sambandsformi eða lengd.
Þetta er mikilvægt fyrir ástarsambönd sem og einnar nætur gaman!
Ef báðir bólfélagar eru sáttir við að hendast framúr og fara útí daginn þá er það allt í góðu. En svona hormónalega séð, eftir kynlíf, þá er fólk oft baðað í hormóninu oxytósin sem krefur okkur um knús og tengingu og kúr. Bara í smá stund.
Og þetta þarf ekki að vera innbyggt í þig – þetta getur þú lært.
Svo að – fylgdu mínum ráðleggingum og kannaðu hvort kynlífið verði ekki aðeins ánægjulegri upplifun.