Allt um grindarbotninn!

40:25

1.699kr.

Categories: , , Tags: , , ,

Description

„Góðan dag, pissu- og pjölludeildin, Halldóra hér, get aðstoðað?“

Þvagleki? Stinningarleysi? Kemst hann ekki inn? Er sársaukafullt að fá fullnægingu? Er vont að stunda samfarir? Glímirðu við hægðartregðu?

Vertu velkomin í undraheim grindarbotnsins!

Halldóra Eyjólfsdóttir sérfræðingur í kven- og fæðingarsjúkraþjálfun á Landspítalanum fræðir okkur um mikilvægi grindarbotnsins og hvernig eigi að gera styrkjandi, og slakandi!! æfingar (það gleymist alltof oft og er orðið að mega veseni).

Á meðgöngu og eftir fæðingu barns er gríðarleg áhersla lögð á grindarbotninn. Barnið er varla fætt þegar maður á að gera æfingarnar sínar. En hversu mikilvægt er það í raun og veru að þjálfa grindarbotninn? Og gerum við það rétt? Erum við kannski í ofþjálfun?!

Mig grunar að það sé fullt af fólki, líka karlmenn, eins og t.d. fótboltamenn,  sem eru með vangreind grindarbotnsvöðvavandamál… Það sem mér þótti nefnilega svo merkilegt við þetta spjall er að karlar glími líka við grindarbotnsvöðvavandamál og að þau birtist í mjóbaksverkjum og jafnvel stinningarvandamál og sárauka við fullnægingu! Og að ofspenntur grindarbotn sé oft meira vesen en of slappur grindarbotn.

Umræðan um grindarbotninn hefur oft verið svo píkumiðuð, sérstaklega meðgöngumiðuð, að typpin, að því virðist, gleymdust!

Æfingarnar sem Halldóra kennir okkur eru líka mikilvægar svo öll getum við fundið æfingar sem henta okkar styrkleika og að við höfum getuna til að meta okkar eigin heilsu því tengdu.

Mig grunar að hér sé á ferðinni fróðleikur sem fáir hafa, en margir þurfa!