Lýsing
Gífurleg áhersla er lögð á grindarbotn kvenna og styrkingu á honum, en hvað með karlana?
Stinningarleysi, mjóbaksverkir, hægðatregða, sársauki við fullnægingu, aumur nári – og svona getur listinn haldið lengi áfram.
Mig grunar að margir glími við grindarbotnsvöðvatengd vandamál en átti sig engan veginn á því! Nú er komin tími til að fræða um grindarbotn karla!
Halldóra Eyjólfsdóttir sjúkraþjálfari fer með okkur í gegnum vandamál sem geta birst hjá körlum í tengslum við grindarbotninn, af hverju það er mikilvægt að sinna grindarbotninum og hvernig æfingar karlar geti gert til að styrkja og slaka á þessum vöðvum.