0-6 ára; Kynfæraleikir barna, mörk og samþykki

04:12

499kr.

Lýsing

ATH – ÞÚ HEFUR AÐGANG AÐ ÞESSU MYNDBANDI Í 365 DAGA FRÁ KAUPUM

Myndband þetta er eitt af yfir tuttugu myndböndum í seríunni „Kjaftað um kynlíf – foreldrar fræða börn sín“ sem byggir á uppseldri samnefndri handbók eftir Siggu Dögg kynfræðing.

Myndböndunum er skipt eftir aldri barnsins en í þetta myndband er eitt af sex myndböndum sem fræða foreldra um hvað skuli ræða og hvernig við börn á aldrinum 0-6 ára.

Þannig að ef þú ert foreldri barns á þessum aldri, þá er þetta myndband fyrir þig!

Af hverju ættir þú að fræða barnið þitt um kynlíf?

Börn fæðast sem kynverur en fræðast um kynlíf og kynverund út frá ýmsu í umhverfi sínu. Það gera sér kannski ekki margir grein fyrir því að upphaf kynfræðslunnar og mótun kynverundar á sér stað um leið og þú tekur nýfætt barnið þitt í faðminn, kyssir það og knúsar. Börn læra af snertingu, umræðum um líkamann og af samböndum fólks í kringum það.  Kynfræðsla er því ferli sem helst út lífið á öllum æviskeiðum og er samsett úr mörgum ólíkum þáttum. Það má ímynda sér að hver þáttur sé einn kubbur, sem hægt er að raða saman á margs konar hátt. Það er því engin ein rétt eða röng leið til að ræða og fræða um kynlíf, því öll erum við einstök.

Það sem mestu máli skiptir er að hefja samræðurnar og það er alltaf réttur tími!

Í þessu myndbandi verður fjallað um eftirfarandi málefni:

Kynferðislegir leikir. Hér er hlekkur á vefsíðu Barnahús þar sem finna má töflu yfir hvað þykir eðlilegt og hvað ekki þegar kemur að kynferðislegri hegðun og leikjum barna.

Einkastaðir. 

Leyndarmál. Gott er að útskýra fyrir þeim að kynfærin séu þeirra einkamál og að þau ein megi skoða þau og snerta, en kynfærin eru þó ekki leyndarmál. Það er mikilvægt að útskýra fyrir barninu muninn á leyndarmáli og því að ætla að koma einhverjum á óvart. 

Kærustupar. Fullorðnir eiga það til að tala um vinskap barna út frá því hvort þau séu kærustupar. Að spyrja barn slíkrar spurningar er í raun óviðeigandi nema að kanna hvaða merkingu barnið leggur í orðið kærustupar. Börn hafa oft sínar eigin skilgreiningar á hugtökum og það þarf að hafa hugfast þegar spjallað er um þessa hluti.

Mörk – Ömmu á alltaf að kyssa. Sumir velta því fyrir sér hvað sé of mikið þegar börn eru kysst og knúsuð og hvort hægt sé að fara yfir strikið. Gott viðmið er að hlusta á barnið og virða mörk þess. Þótt oft sé það hlutverk fullorðinna að hafa vit fyrir börnum, er mikilvægt að fullorðnir komi fram við þau á þann hátt að þau læri að á þau sé hlustað og þeirra skoðanir virtar. Því skiptir máli að ganga úr skugga um skilning barnsins á skilyrðislausum rétti sínum á eigin líkama og einkastöðunum.

Ofbeldi. Barn á aldrinum 4 til 6 ára getur skilið orðið kynferðislegt ofbeldi ef það er sérstaklega frætt um merkingu þess.

Gefðu leyfi fyrir spjalli.

Það er mikilvægt að bjóða börnum að segja þér frá því ef einhver fullorðinn eða annað barn hefur beðið þau um að gera eitthvað sem þeim þykir óþægilegt. Þá er ágætt að segja að þú verðir ekki reitt/ð/-ur og að þú sért alltaf tilbúið/n/nn að hlusta.

Þér gæti einnig líkað við…