Útsala!

0-6 ára; Staðalmyndir og hinseginleikinn

08:53

299kr.

Lýsing

ATH – ÞÚ HEFUR AÐGANG AÐ ÞESSU MYNDBANDI Í 365 DAGA FRÁ KAUPUM

Myndband þetta er eitt af yfir tuttugu myndböndum í seríunni „Kjaftað um kynlíf – foreldrar fræða börn sín“ sem byggir á uppseldri samnefndri handbók eftir Siggu Dögg kynfræðing.

Myndböndunum er skipt eftir aldri barnsins en í þetta myndband er eitt af sex myndböndum sem fræða foreldra um hvað skuli ræða og hvernig við börn á aldrinum 0-6 ára.

Þannig að ef þú ert foreldri barns á þessum aldri, þá er þetta myndband fyrir þig!

Af hverju ættir þú að fræða barnið þitt um kynlíf?

Börn fæðast sem kynverur en fræðast um kynlíf og kynverund út frá ýmsu í umhverfi sínu. Það gera sér kannski ekki margir grein fyrir því að upphaf kynfræðslunnar og mótun kynverundar á sér stað um leið og þú tekur nýfætt barnið þitt í faðminn, kyssir það og knúsar. Börn læra af snertingu, umræðum um líkamann og af samböndum fólks í kringum það.  Kynfræðsla er því ferli sem helst út lífið á öllum æviskeiðum og er samsett úr mörgum ólíkum þáttum. Það má ímynda sér að hver þáttur sé einn kubbur, sem hægt er að raða saman á margs konar hátt. Það er því engin ein rétt eða röng leið til að ræða og fræða um kynlíf, því öll erum við einstök.

Það sem mestu máli skiptir er að hefja samræðurnar og það er alltaf réttur tími!

Í þessu myndbandi verður fjallað um eftirfarandi málefni:

Staðalmyndir og kynjahugmyndir

Börn fæðast kynverur og mótun kynverundar á sér stað alla ævi. Kynferði er það líffræðilega kyn sem við fæðumst með. Kynvitund lýsir svo okkar eigin upplifun af kyninu sem við tilheyrum og hvernig við samsvörum því. Kynjaímynd og kynhlutverk eru hugmyndir okkar um hvernig karlar og konur eiga að haga sér út frá kyni. Börn fara að velta fyrir sér kynjamun strax á leikskólaaldri og taka eftir því að kynin og kynfæri þeirra eru ólík. Það getur verið áhugavert að leika sér aðeins með staðalímyndir og kynjahlutverk því oftar en ekki eru börn á leikskólaaldri upptekin af því að flokka störf og hlutverk eftir hefðbundnu kynjamynstri.

Þér gæti einnig líkað við…