Description
Mér finnst réttast að taka fram hvað kynlífsklúbbar eru og hvað þeir eru ekki.
Það eru nefnilega til kynlífssýningar (sex show) en það er ekki það sem ég tala um sem kynlífsklúbbur.
Á kynlífsklúbbi, oft einnig kallað swing klúbbur, eru aðalega pör og stundum nokkrir einstaklingar. Þar kemur fólk saman til að stunda kynlíf með hvort öðru, eða sjálfu sér, eða til að horfa á aðra stunda kynlíf eða leyfa öðrum að horfa á sig stunda kynlíf. Ölvun er illa séð og ef fólk fær sér áfengi þá er það skammtað. Oftast er fólk fáklætt, í nærfatnaði, með handklæði eða nakið. Enginn sérstök sýning á sér stað heldur er barsvæði, stundum dansgólf, og svo opin eða lokuð svæði þar sem fólk stundar allskonar kynlíf. Það eru afmörkuð svæði þar sem má stunda kynlíf og þar sem má ekki stunda kynlíf. Fólki stendur til boða að horfa á aðra stunda kynlíf á ákveðnum stöðum en ekki öllum. Starfsfólk fylgist vel með öllum inni á staðnum og gætir þess að allt gangi vel fyrir sig.
Á kynlífssýningum, mætir fólk fullklætt, borgar sig inn, situr í áhorfenda sætum og horfir á fólk á sviði stunda allskonar kynlíf. Fólkið á sviðinu fær greitt fyrir sína vinnu og er búið að skipuleggja hvers lags sýningu það setur á svið. Á sumum kynlífssýningum mega áhorfendur taka þátt og stýrir þá manneskjan sem er með sýninguna hvaða hlutverki áhorfandinn er í. Ölvun er ekki stýrt og starfsfólk skiptir sér lítið sem ekkert af þér.
Þú finnur strax á hvorum staðnum þú ert á. Og til að ganga úr skugga um að þú sért ekki að ruglast þá spyr starfsfólkið þig á kynlífsklúbbnum hvort þú skiljir hvað staðurinn gangi út á.
Á kynlífsklúbbi byrjarðu á því að afklæðast og/eða skipta um föt, á kynlífssýningu valsarðu beint inn.
Á kynlífsklúbbi þarftu að svara nokkrum spurningum áður en þú ferð inn, á kynlífssýningu borgarðu bara og ferð inn.
Ég hef farið á nokkrar kynlífssýningar en ég verð að segja að fyrir minn smekk, þá er ég hrifnari af kynlífsklúbbum!