Kynlífsklúbburinn: Training Pedralbes

08:30

1.699kr.

Lýsing

Training Pedralbes er klassa kynlífskúbbur í Barcelona.

Eitt sem kom mér á óvart á þessum klúbb er að smokkar voru ekki á víð og dreif um staðinn. Það er mögulegt að á klúbbum Barcelona borgar þá séu smokkar almennt ekki ókeypis því hér þarftu að biðja um smokk á barnum ef þú tókst ekki þinn eigin með. En það er kannski aukaatriði. En samt mikilvægt að hafa í huga!

Þetta er klúbbur í rólegri kantinum, og með rólegri þá meina ég ekki búmm-búmm-búmm tónlist, hann er frekar stór, opnar snemma og er með spa (sem er alltaf svolítið huggulegt). Fólkið sem kemur hingað er að sama skapi einnig eldra, yfir 45 ára cirka og hér er eingöngu leyfð pör og konur, ekki einhleypir karlar.

Þú skilur eftir þig yfirhöfn, tösku og síma við innganginn og ræður hvort þú farir í búningsklefann og skiptir í eggjandi undirföt eða setur utan um þig svona klút sem fylgir aðgöngu að staðnum; eða hvort þú farir bara fullklæddur og fáir þér drykk fyrst og skiptir svo, ef þú ert í stuði til þess. Almennt gengur fólk ekki um nakið. En nekt er þar sem verið er að leika og í spa-inu.

Þetta er staður sem rúmar mjög marga og misjafnt á hvaða tíma þú kemur hversu mikið er að gera en ég fór á kvöldmatartíma sem var þægilegt því bæði var rólegt og nóg pláss fyrir alla í heita pottinum en samt allskonar að gerast í hinum og þessum hornum staðarins.

Reyndar mætti alveg taka fram að það er hamlandi að fara á spænskan klúbb ef þú talar ekki spænska því fæstir tala ensku. Bara svo það sé sagt. Stundum er hægt að tjá sig án orða og nota orðbendingar eða bara barþjóninn! Hún talaði ensku og gat þýtt á milli. En flestir kynna lágmarks kynlífs-enskuna.

En þessi er þægilegur byrjendaklúbbur upp á að það er hægt að sitja á barnum og fylgjast með ansi mörgu í gangi, án þess að þurfa að afklæðast eða gera eitt né neitt (eins og á öllum stöðum – það þarf aldrei að leika, en oft þarf að skipta um föt).

Ó já – langar þig að vita meira? Klúbburinn er hér.