Kynlífsklúbburinn: Capriccio

10:03

1.699kr.

Lýsing

Æ þessi fannst mér ekki alveg nógu spes ef ég á að vera heiðarleg þó ég játi að ég hafi haft húmor fyrir ýmsu þarna.

En kannski var ég bara óheppin með kvöldið sem ég fór á hann, það getur alveg verið. Það var ekki rífandi stemming en kannski var það af því ég var ekki þar um helgi um miðja nótt þegar fólk er að dilla bossa. Ég var bara á venjulegu fimmtudagskvöldi rétt um ellefu leytið. Sumir kynlífsklúbbar eru meiri næturuglur en ég ræð við og það má vel vera að þessi sé einn slíkur.

Þetta er klúbbur í minni kantinum þar sem kynlífið er vel aðskilið frá barnum.

Reyndar kómískt, það voru sjónvarpsskjáir hjá barnum og dansgólfinu og þeir sýndu svona undarlegar nærfataauglýsingar. Mjög sérstakt. Yfirleitt er klám á svona sjónvörpum (sem mér reyndar þykir leiðigjarnt og alger óþarfi) en hér voru það bara nærfataauglýsingar. Spes.

En horfðu bara á myndbandið svo þú getir dæmt fyrir þig hvort þessi klúbbur heilli eða ekki.

Hey ef þú vilt rekja ferðir mínar í Mílanó þá getur þú gert það hér.