Lýsing
Swing er á allra vörum um þessar mundir enda ekki nema von, heimurinn er að þroskast og opnast og loksins má fara horfa í fjölbreytileika kynlífs innan sem utan sambanda. Nú eru klúbbar komnir víða og loksins allskonar sexí samfélagsmiðlar þar sem fólk getur spjallað saman á opinskáan hátt og hitt fólk í samskonar hugleiðingum.
Það gætir oft mikils misskilnings um þennan „lífstíl“ eins og hann er oft kallaður en hvert og eitt par er með sínar reglur um hvað má og hvað ekki.
Hér fer ég yfir hvað einkennir lífstílinn / swingerar, hvað þeir eru og hvað ekki, og af hverju þetta heilli svona marga, sérstaklega í gagnkynja hjónaböndum! Ég fæ sendar svo margar fyrirspurnir frá hjónum á öllum aldrei sem eru að skoða swing, eru amk mjög forvitin og það er ekkert nema skemmtilegt og ekkert til að skammast sín fyrir.
Hvað finnst þér um swing?