Kynlífsráðgjöf hjá Aldísi

51:05

1.699kr.

Lýsing

Ég mæli með að horfa og hlusta á þetta viðtal nokkrum sinnum!

Hefurðu ekki oft velt því fyrir þér hvernig kynlífsráðgjafar vinna? Hver séu algengustu vandamálin? Hvernig er unnið með þau? Og af hverju risvandi sé svona algengur hjá typpum þessa lands?! Og hvert er raunverulega algengasti kynlífsvandi landans…!

Við Aldís hittumst og ræddum um algeng kynlífsvandamál, hvort það sé raunverulega til eitthvað sem heitir kynlífsfíkn, stinningarvanda, mörk, opin sambönd, heiðarleika, framhjáhöld, og hvernig það er að vera kynlífsráðgjafi!

Aldís Þorbjörg er sálfræðingur sem sinnir para- og kynlífsráðgjöf. Hún hefur reynslu af því að starfa með einstaklingum sem eru að koma út úr skápnum, opna á hugsanir og tilfinningar sem tengjast kynhneigð, kynvitund eða ólíkum sambandsformum. Einnig einstaklingum sem eru að takast á við erfiðleika í fjölskyldu- eða ástarsamböndum, BDSM hneigðum einstaklingum og aðstandendum hinsegin fólks. 

Það eru svo margir dýrmætir fróðleiksmolar sem Aldís færir okkur sem geta nýst í samböndum og ástinni, eða bara fyrir okkur sjálf! Það er ferðalag að læra um sig sem kynveru og það geta komið tímar þar sem gott væri að fá smá aðstoð. Engin skömm í því. Kynlífsráðgjöf er ekkert til að óttast, hún er mikilvæg og dýrmæt og jafnvel kannski smá frelsandi og skemmtileg!