Puppy play / Hvolpaleikir

03:18

699kr.

Lýsing

Þú gætir hafa heyrt um þetta, eða þú veist ekkert hvað ég er að tala um en það er kosturinn við Betra kynlíf – þú getur fræðst um svo margt!

Puppy play eins og það er yfirleitt kallað er þegar einstaklingur bregður sér í líki hvolps. Stundum með búningum eins og leður grímu sem þekur höfuðið og/eða skotti.

Oftar en ekki er þetta leikur á milli tveggja þar sem annar aðilinn er eigandinn og hinn er hvolpurinn. Það er þá hlutverk eigandans að stjórna (top eða dom) og hvolpsins að hlýða (bottom eða sub).

Þessi tegund af kynhegðun fellur undir BDSM regnhlífina og er oft talið sem kinkí kynhegðun.

En það er gott að taka fram að þetta þarf ekki að vera kynferðisleg upplifun þó hún geti verið það fyrir sumum. Fólk sem þetta stundar notar þetta einnig sem aðferð til slökunar og að hafa gaman, virkja ímyndunaraflið og leika sér.

Það er vissara að taka fram að þetta tengist ekki dýrum á neinn hátt.

Þetta hefur orðið sífellt vinsælla undanfarið og hefur því mikið verið rannsakað.

En hér fer Unnsteinn með okkur yfir það helsta í tengslum við puppy play.