Lýsing
Ó já eitt af mínum uppáhaldsorðum!
Sumt fólk kallar þetta fantasíur en mér finnst þetta miklu víðtækara orð!
Rúnkminnið einskorðast ekki eingöngu við sjálfsfróun heldur á við almennt um þínar kynferðislegu hugsanir – hvort sem þær eru notaðar til að koma þér í gang eða til að keyra fullnægingu heim.
En þetta er eitt af því sem mörgum þykir erfitt að ræða – af hverju ætli það sé?
Mögulega útaf skömm? Eða afbrýðissemi? Eða af því að þú veist ekki mun á hvað er fantasía til að skoða í raunveruleikanum og hvað er fantasía sem einskorðast bara við ímyndunaraflið?
Kíktu á þetta og ræddu um rúnkminnið við makann! (Óþarfi samt að afhjúpa allt saman, bara eiga hreinskilið samtal um þetta sem fyrirbæri og hugtak – aldrei að vita hvert það leiðir ykkur!)