Afbrýðisemi

12:48

999kr.

Lýsing

Þessi tilfinning…

Við þekkjum hana öll, enginn sleppur við afbrýðisemi og það er allt í lagi.

Tilfinningin sem slík er ekki hættuleg þó hún geti verið óþægileg. Nei það er hvað við gerum við hana sem er mögulega vandasamt og jafnvel hvað hún táknar fyrir sjálfsmyndina okkar.

Pældu bara í því, hvenær upplifðir þú seinast afbrýðisemi og útaf hverju?

Var það mögulega út í maka? Eða kannski aðrar manneskjur sem geta „tekið makann frá þér“?

Á bakvið afbrýðisemi er nefnilega oft óöryggi, stjórnun, sjálfsmynd og skömm.

Við skulum skoða þetta aðeins.

Þetta er ekki tilfinning til að forðast heldur vera forvitin um til að geta opna á samtal um hana og lært af henni, afbrýðisemi getur kennt okkur ansi margt um okkur sjálf og jafnvel sambandið sem við erum í.