Lýsing
Hér kemur spurning frá áskrifanda sem við vitum að brennur á vörum margra para um þessar mundir.
Spurning:
„Við erum í hefðbundnu lokuðu sambandi en mig langar að opna sambandið því mig hefur alltaf langað til að geta verið í nokkrum samböndum, ég er þannig, en maki minn er það alls ekki. Mig langar samt að við getum rætt þetta og skoðað þann möguleika að opna sambandið. Hvernig fer ég að því?“
Við höfum fjallað nokkuð um þetta málefni en okkur er bæði ljúft og skylt að fara á dýptina og halda áfram að taka á því frá mörgum ólíkum hliðum.
Ef þú hefur spurning sem þú vilt svar við þá getur þú sent okkur tölvupóst eða skilaboð á samfélagsmiðlum.