S&S: Fullnægingar!

07:31

499kr.

Category:

Description

Áhorfandi sendi inn spurningu sem tengist svo vel því sem við höfum verið að fjalla um í tengslum við fullnægingar!

Spurningin hljóðar svona:

Það er varðandi fullnægingar. Ég er komin ágætlega yfir þrítugt og er tiltölulega nýbyrjuð að fá fullnægingar. Sagan á bakvið það er löng og djúp en aðal sögupersónurnar eru skömm og hræðileg líkamsímynd.

Eftir að ég fór að fá fullnægingar hef ég aldrei fengið þessa sprengju alsælu fullnægingu heldur er eins og þær séu einhvernveginn bældar. Ég finn klimaxið og finn mjög vel þegar ég er alveg að fá það, fæ það – en tilfinningin er öll bara í píkunni og fer ekki um allan líkamann.

Ég er í frábæru hjónabandi, treysti maka mínum hundrað prósent, við stundum mjög reglulega kynlíf og erum opin, ég stunda sjálfsfróun, horfi reglulega á klám og á í góðu sambandi við líkama minn í dag. Er bara þokkalega gröð og vel fúnkerandi kona.

Ég veit að þetta topic er partur af miklu stærra samhengi, til dæmis minni fyrri sögu, en hvar get ég byrjað? Stundum verð ég smá svekkt eftir að hafa fengið fullnægingu, hvort sem er ég sjálf eða með maka mínum, því hún er oft svo mikið anti klimax. Smá eins og að hrista gosflösku og láta svo gjósa upp úr henni en hafa tappann hálfpartinn á á meðan.

Þigg öll góð ráð og vangaveltur.

_____

Hér má sjá myndbönd um líkamsímynd og um kynlífshandrit kvenna.

Vonandi svarar þetta myndband spurningum þínum og vangaveltum!