Description
Rannsóknir á typpastærð hafa sýnt að þeir sem hafa áhyggjur af typpastærðinni sinni eru oftast með lim í meðalstærð og þó bólfélagi óski ekki eftir stærri lim, eða hafi neitt út á kynlífið að setja, þá þráir viðkomandi samt stærri lim. Þegar karlmenn sem eru sáttir við liminn sinn eru spurðir hverju þeir myndu breyta við typpið, þá svara þeir oftast að þeir myndu vilja að typpið væri stærra (lengra). Þrátt fyrir að segjast vera sáttir við stærðina!
Þetta mál teygir arma sína lengra því augljóslega hefur þetta áhrif á sjálfsmyndina og þar með ánægju og frammistöðu í kynlífi.
Ég vona að við getum hér þaggað niður í eitthvað af þessum neikvæðis röddum um typpastærð því orðræðan getur verið virkilega skaðleg – almenna reglan er nefnilega sú að minni limur geti stundað fjölbreyttara kynlíf heldur en stærri limur!
Svo lærum að elska liminn fyrir það sem hann er, ekki það sem hann er ekki.