Svona hannar þú valdaleik

06:36

1.699kr.

Description

Það er svo mikill misskilningur í kringum valdaleiki!

Svo við skulum koma einu frá, þeir eiga ekkert skylt við ofbeldi og eru ekki eitthvað sem að eiga að „koma á óvart“.

Þetta er eitt af þessum tabú málefnum sem mörg eiga erfitt með að ímynda sér en lendir nánast alltaf á Topp 10 listanum yfir algengar fantasíur.

En til að geta gert þetta vel þá þurfum við að vita hvað við erum að gera!

Þegar leikið er í hlutverkaleik þá er auðvitað gert handrit og hlutverkin skilgreind, hver gerir hvað með hverjum og hvernig.

Hér kenni ég þér að gera slíkt handrit, fer yfir mikilvæga þætti sem er nauðsynlegt að hafa í huga svo að þú og þinn bólfélagi getið skoðað þetta og hvernig valdaleikurinn ykkar gæti litið út.

Ég tek dæmi um manneskju sem vill láta „koma sér á óvart“ í sturtu.

Auðvitað er það hluti af leiknum að viðkomandi viti ekki af þessu – þetta er LEIKUR! FANTASÍA! ÍMYNDUNDARAFLIÐ!

Þó þú hafir aldrei pælt í neinu svona þá getur verið mjög áhugavert að ræða þetta við maka eða bólfélaga, hvernig myndu þið gera þetta? Hver væri í hvaða hlutverki? Hvernig væri leikmyndin og söguþráðurinn? Það getur kveikt verulega upp í kynverunni bara það að hugsa um svona og tala um það – án þess að nokkur tíma leika sér með þetta í alvörunni!

Prófaðu!

Áttu valdafantasíu sem þig langar að leika með?