15-18 ára; Þú getur tekið þetta samtal!

04:09

499kr.

Lýsing

ATHUGIÐ – ÞÚ HEFUR AÐGANG AÐ ÞESSU MYNDBANDI Í 365 DAGA FRÁ KAUPUM

 

Myndband þetta er eitt af yfir tuttugu myndböndum í seríunni „Kjaftað um kynlíf – foreldrar fræða börn sín“ sem byggir á uppseldri samnefndri handbók eftir Siggu Dögg kynfræðing.

Myndböndunum er skipt eftir aldri barnsins en í þetta myndband er eitt af fimm myndböndum sem fræða foreldra um hvað skuli ræða og hvernig við börn á aldrinum 15-18 ára.

Þannig að ef þú ert foreldri unglings á þessum aldri, þá er þetta myndband fyrir þig!

Af hverju ættir þú að fræða barnið þitt um kynlíf?

Kynfræðsla er því ferli sem helst út lífið á öllum æviskeiðum og er samsett úr mörgum ólíkum þáttum. Það má ímynda sér að hver þáttur sé einn kubbur, sem hægt er að raða saman á margs konar hátt. Það er því engin ein rétt eða röng leið til að ræða og fræða um kynlíf, því öll erum við einstök.

Það sem mestu máli skiptir er að hefja samræðurnar og það er alltaf réttur tími!

Í þessu myndbandi verður fjallað um hvernig þú undirbýrð þig fyrir að spjalla við unglinginn þinn og standa fyrir svörum um málefni sem mörgum þykir óþægilegt að ræða en vita jafnframt að er mjög nauðsynlegt.

Kynhegðun ungmenna getur virst frjálsleg, of tilraunakennd, jafnvel undarleg í augum sumra. Margir eru að stíga sín fyrstu skref í kynlífi og jafnvel prófa ýmislegt sem fullorðnum þykir fjarlægt. Þitt persónulega viðhorf til kynhegðunar á ekki að koma í veg fyrir að þú getir rætt málin og staðið fyrir svörum. Kynhegðun er margvísleg og það á einnig við um unglinga. Á þessu aldursbili er sjálfstæði orðið töluvert þótt sjálfræði sé ekki lagalega viðurkennt fyrr en 18 ára. Ungmenni eru því enn í lagalegum skilningi börn og því margt sem þarf að huga að, til dæmis allt sem getur haft áhrif á kynhegðun og upphaf hennar. Kynlífsreynsla margra hefst og þróast töluvert á þessu aldursskeiði en einnig verða sambönd flóknari og oft innilegri. Ýmislegt ber að hafa í huga í tengslum við kynhegðun unglinga og mikilvægt að geta staðið fyrir svörum ef og þegar spurningarnar koma.

Þér gæti einnig líkað við…