Description
Það getur verið svooooo mikilvægt að þekkja ástartungumálið sitt! Og makans!
Ég fékk ástartungumálin algerlega á heilann þegar ég lærði um þau en þau byggja á klínískri reynslu bandarísks hjónabandsráðgjafa. Honum fannst pör og hjón alltaf vera glíma við sama vandann og það var að þau töluðu ekki sama ástartungumálið og náðu því ekki að næra ástina hjá hvort öðru og skyldu ekki hvernig ætti að sýna ást. Þetta snýst því um að skilja hvernig þú bæði tjáir ást og hvernig þú vilt láta tjá ást til þín. Ef þú og þinn maki talið sitthvort tungumálið þá er vissara að setjast niður og kynna sér þessi mál, það getur gerbreytt sambandinu!
Ég vil samt taka það fram að ef þú kýst að lesa eða hlusta á bókina sem þessi örugglega ágæti maður gerði þá er sumt alveg snældusnar eins og t.d. hvernig hann nálgast kynlíf er algerlega bilað. En það eru sannleikskorn þarna og þetta er áhugavert að pæla í ef þú ert í sambandi. Þetta getur amk varpað ljósi á ýmsan ágreining!
Þetta hljómar kannski kjánalega en þetta í raun meikar svo mikið sense!
(Ef þú vilt kíkja nánar á ástartungumálið: gjafir þá getur þú gert það hér)
Hefurðu tekið prófið?!