Opið samband?

42:37

1.699kr.

Flokkur: Merkimiðar: , ,

Lýsing

Þórhildur Magnúsdóttir er með vefsíðuna Sundur & saman en hún er einna þekktust fyrir það að vera í opnu hjónabandi, það er, hún á einn kærasta og einn eiginmann.

Hér rekur hún söguna sína og hvernig fyrirkomulagið er hjá henni, eiginmanninum og kærastanum og hverjar áskoranir og kostir fylgi því að vera í opnu sambandi. Hún tekur það skýrt fram að þetta sé ekki lausn allra vandamál og ekki ætti að hugsa opin sambönd á þann hátt, en hún vill að fólk geti lært af því sem hún hefur lært á þessari vegferð sinni. Og þá er gott að minna á að hvert ástarsamband er með sínar skilgreiningar á hvað teljist sem opið samband svo ekki er hægt að heimfæra reynslu eins ástarsambands yfir á aðra. Hver og ein reynsla er einstök, rétt eins og hvert samband. Stundum eru þetta eingöngu kynferðisleg sambönd, stundum einnig rómantísk eða bara annað hvort. Það er allur gangur á því.

Hvað sem þér þykir um opin sambönd þá er þetta spjall vissulega áhugavert og það má alltaf fræðast og svo ræða málin – þó þú sért í lokuðu sambandi og viljir vera í slíku sambandi. Þetta er bara samtal og ákveðin forvitni, og hana þarf enginn að hræðast.